Fróðleikur

Fróðleikur

Hver er munurinn á eftirfarandi: Pure Perfume, Eau de Parfum, Eau de Toilette og Eau de Cologne?

Munurinn er einfaldlega það magn af ilmolíum sem er í vökvanum.  Sterkasta blandan er Pure Perfume (Parfume).  Næst sterkast er Eau de Parfum síðan Eau de Toilette og að lokum Eau de Cologne.  Sumir framleiðendur selja Solid perfume sem er jafnsterkt og Pure Perfume, en hins vegar er Solid Perfume oftast selt sem gel.

Eau De Toilette og Eau De Cologne eru oftast jafngild og geta komið í stað hvors annars, sérstaklega þegar um er að ræða rakspíra.  After Shave hefur minnsta magnið af ilmolíum.  Eftir því sem magn ilmolía er hærra í ilminum, því lengur lifir ilmurinn og því minna þarftu að úða á þig.