Umsagnir

Umsagnir

5. janúar 2016

Var að panta hjá ykkur í fyrsta sinn um daginn og langar að hrósa ykkur fyrir frábæra þjónustu og góða vöru!
Aðalheiður Ósk Þorsteinsdóttir

16. desember 2015

Hæ, hæ, mig langaði bara að þakka fyrir góða þjónustu. Var að fá ilmvatnið mitt í hendurnar, er svo ánægð, takk takk fyrir mig.
Írena Þórarinsdóttir

6. desember 2011

Takk fyrir brillijant þjónustu! Algjör snilld! :D
Sveinn Ásgeirsson

12. apríl 2011

Ég er svo ótrúlega ánægð að hafa fundið þessa síðu.... var að panta mér uppáhalds ilmvatnið mitt sem hefur ekki verið til í mörg ár hérna :D
Lára Gestrún Woodhead

31. mars 2011

Snilldar síða, algjör nauðsyn ef að maður finnur ekki rétta ilminn hérna heima!
Sveinn Ásgeirsson

30. mars 2011

Frábær síða :)
Elva Ýr Kristjánsdóttir

31. mars 2011

Snilldar síða, algjör nauðsyn ef að maður finnur ekki rétta ilminn hérna heima!
Sveinn Ásgeirsson

13. desember 2010

Sæll, mín pöntun komin í hús :) rosalega ánægð, hef ekki getað fengið þetta ilmvatn hér á landi (né í fríhöfninni) í nokkur ár,  takk fyrir. kv.Sigríður 

1. nóvember 2010

Takk fyrir afgreiðsluna, þetta var bara snilld :) mæli nú með þessu við hvern sem nennir að hlusta á mig
Kristín Reynisdóttir

13. ágúst 2010

Glæsileg heimasíðan ykkar, allt til meira að segja Halston!
Elfa Birna

Mjög flott síða vekur mikinn áhuga
Gunney Hrólfsdóttir


26. desember 2009

Gleðilegt ár og takk fyrir góða þjónustu.
Svo var málum komið fyrir mig að ég ætlaði að gefa manninum mínu rakspíra í jólagjöf en gekk illa að finna réttu tegundina sem hann vill, því fer ég af stað með glasið sem hann átti fyrir og var næstum tómt til þess að kaupa rétt. En þessi tegund fæst hvergi svo þegar ég er komin heim þá missi ég glasi í gólfið og brýt það, ég ákvað að prófa að Googla nafnið á rakspíranum og upp kom þessi frábæra síða og verslun ykkar. Kærar þakkir fyrir raskspíran sem ég gat gefið bónda mínu sem var í sælu yfir góðri gjöf.
Dísa Björk

11. desember 2009

Innilegar þakkir fyrir góða og örugga afgreiðslu. Ég er búin að segja vinkonu minni frá þessari síðu því hún er búin að leita að pink sugar sem ég svo fann hjá ykkur hún reynir örugglega að panta líka.
Kveðja Sigrún Mar

Búin að fá uppáhalds ilmvatnið mitt.  Takk fyrir frábæra þjónustu. Mæli sko með ykkur.
Kær kveðja. IJ

1. desember 2009

Halló! Mig langar að þakka fyrir sérstaklega góða þjónustu. Ég er yfir mig ánægð.
Kv.  Anna Kristín Guðmundsdóttir

22. nóvember 2009

Frábær vefur þar sem hægt er að nálgast ilmvötn sem jafnvel fást ekki í búðunum. Langar samt að benda á að ég var að kaupa Kate Moss í Hagkaup og það var ódýrara en hjá ykkur. En gott framtak hjá ykkur samt sem áður :) Gangi ykkur vel !

16. nóvember 2009

Vildi bara þakka kærlega fyrir mig.Loksins fékk ég ilmvatnið mitt sem er ófáanlegt hér á landi:)
Kv. Freydís